Ráðinn forstjóri HB Granda

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda

Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur tekið við starfi forstjóra HB Granda hf. Vilhjálmur sem er fæddur 14. desember 1953 hefur undanfarin átta ár stýrt uppsjávardeild félagsins en var þar áður framkvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnafirði. Vilhjálmur hefur mikla reynslu úr sjávarútvegi til sjós og lands, segir á vef HB Granda. Hann tekur við starfinu af Eggerti Benedikt Guðmundssyni sem sagði upp 11. júlí og lét af störfum um næstu mánaðamót og tók við forstjórastarfi hjá N1.

Frá sameiningu Tanga og HB Granda í byrjun árs 2005 hefur Vilhjálmur stýrt uppsjávardeild HB Granda, en þar áður starfaði hann í 2 ár sem framkvæmdastjóri Tanga og í 2 ár sem skrifstofustjóri sama félags. Vilhjálmur starfaði einnig hjá LÍÚ í nokkur ár þar sem hann stýrði útflutningi á ísuðum fisk og var í fjögur ár framkvæmdastjóri Aflamiðlana.

Vilhjálmur útskrifaðist úr Verslunarskólanum árið 1972 og kláraði svo farmannapróf frá Stýrimannaskólanum árið 1976. Hann tók svo útgerðatæknipróf frá Tækniskólanum 1980. Vilhjálmur er kvæntur Steinunni Ósk Guðmundsdóttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK