Hefja flug til Gatwick í dag

WOW air
WOW air mbl.is

WOW air mun hefja flug til Gatwick-flugvallarins, nærri Lundúnum, í dag sem hluti af vetraráætlun sinni, en áður hafði flugfélagið flogið til Stansted. Flogið er út á föstudögum og heim á mánudögum í vetur, en næsta sumar verður ferðum fjölgað upp í átta á viku.

Í tilkynningu frá flugfélaginu er sagt að á síðasta ári hafi breskum ferðamönnum sem sæki Ísland heim fjölgað um 12% frá fyrra ári og að flug WOW air muni auka þá þjónustu enn frekar. Þar segir enn fremur að flugvellinum hafi á undanförnum árum verið umbreytt fyrir 1,2 milljarða punda, sem hafi gert hann enn samkeppnishæfari með bættri innritunarþjónustu og hraðara öryggiseftirliti. Í dag nýti meðal annars Norwegian, Air China, SAS, Easy Jet og British Airwaves sér þjónustu vallarins.

Flugvöllurinn er 28 kílómetra suður af Lundúnum og tengist borginni meðal annars með Gatwick Express-hraðlestinni.

Efnisorð: WOW air
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK