Spá 4,5% verðbólgu í árslok

Ekki er gert ráð fyrir að húsnæðisverð hafi áhrif á …
Ekki er gert ráð fyrir að húsnæðisverð hafi áhrif á verðbólguna í þetta skiptið. mbl.is/Árni Torfason

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,7% milli mánaða nú í september og að ársverðbólgan fari úr 4,1% upp í 4,2%. Hagstofan mun í næstu viku birta vísitölumælingu fyrir september og hafa greiningardeildir og aðrir opinberir aðilar á síðustu dögum birt spá sína. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir 0,7% hækkun eins og Landsbankinn, en Íslandsbanki spáir 0,8% hækkun. 

Allir aðilar telja útsölulok og veikingu krónunnar aðalástæður fyrir hækkuninni, en þar spilar hækkandi eldsneytisverð vegna gengisins einnig inn í. Þeir telja að lítið hækkandi fasteignaverð muni ekki hafa áhrif í þetta skiptið vegna lækkandi vaxta. Þegar litið er til næstu mánaða telja allir aðilar að veiking krónunnar muni enn auka á verðbólguþrýstinginn og að í lok ársins verði ársverðbólgan á bilinu 4,5% upp í 4,7%, en greiningardeild Íslandsbanka sker sig úr og er 0,2 prósentustigum hærri en hinir bankarnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK