Veiðigjaldið útrýmir gulllaxveiðum

Veiðar á gulllaxi munu leggjast af vegna veiðigjaldsins samkvæmt útreikningum …
Veiðar á gulllaxi munu leggjast af vegna veiðigjaldsins samkvæmt útreikningum Þorsteins Péturs Guðjónssonar Ómar Óskarsson

Veiðar á gulllaxi munu leggjast af vegna veiðigjaldsins samkvæmt útreikningum Þorsteins Péturs Guðjónssonar, endurskoðanda hjá Deloitte. Verður hlutfall veiðigjalds af framlegð 155%, það er að segja, það mun kosta útgerðir aukalega 55% að fara á veiðar og landa aflanum en þau gætu fengið fyrir hann, þrátt fyrir að ekki sé tekið mið af fjármagnskostnaði. Þetta hefur þau áhrif að ekki verður róið eftir þessum verðmætum, sem myndi draga úr tekjum fyrir þjóðarbúið og tekjuskatti til handa ríkinu.

Þorsteinn hélt fyrirlestur á ráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda í dag og fór þá yfir áhrif veiðigjalds og breytingu kvótakerfisins á sjávarútvegsfyrirtæki og ársreikninga þeirra. Meðal dæma sem hann tók var áhrif sem þetta mun hafa á HB Granda, en tölur tók hann upp úr ársfjórðungsskýrslum félagsins. Sagði hann rekstrarvirði félagsins munu lækka um 22,3 milljarða, eða sem nemur 34% og virðisrýrnun í botnfiski verða 3,5 milljarða, um 16% af eignfærðum aflaheimildum.

Hann setti einnig upp raunhæft dæmi um tilbúið fyrirtæki sem hefði fyrir hækkun veiðigjalds ekki staðið vel, en að veiðigjaldið myndi orsaka miklar samningaviðræður við lánardrottna og töluverðar niðurfærslur skulda. Veiðigjald sem hlutfall af EBITDA færi til dæmis úr tæplega 6% upp í tæp 30% og fjárstreymi myndi lækka gífurlega. Í dæminu sem Þorsteinn setti upp orsakaði breytingin að fjárstreymi til fjármögnunar myndi lækka það mikið að í stað þess að geta greitt upp vaxtaberandi skuldir á 19 árum þyrfti með veiðigjaldi 72 ár til uppgreiðslu. Sagði hann óhugsandi að nokkur lánastofnun myndi lána útgerðum til fjárfestinga þegar þessi endurgreiðslutími væri hafður í huga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK