Advania semur við Thomas Cook

Ein af flugvélum Thomas Cook Scandinavia.
Ein af flugvélum Thomas Cook Scandinavia.

Alþjóðlega ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook hefur samið við Advania um innleiðingu á samskiptahugbúnaði fyrir viðskiptavini fyrirtækisins á Norðurlöndum. Verkefnið nær til 200 umboðsaðila Thomas Cook Scandinavia, sem er hluti af Thomas Cook Group, sem hefur hátt í 40 þúsund starfsmenn á heimsvísu og veltir um 1.800 milljörðum króna.

Verkefnið verður unnið af Advania í Svíþjóð þar sem starfa um 300 manns, en gert er ráð fyrir að um 100 starfsmenn komi að verkefninu og að það taki um hálft ár í vinnslu. Ekki er upplýst um upphæð samningsins.

Búnaðurinn byggist á tækni frá Interactive Intelligence, samstarfsaðila Advania, sem nefnist Customer Interaction Center (CIC)Í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Tommy Jakobsson, upplýsingatæknistjóri hjá Thomas Cook Scandinavia að „nýja samskiptalausnin færir alla samskiptamiðla – vefspjall, tölvupóst, síma og svo framvegis – í eitt miðlægt kerfi með samhæfðu og einsleitu viðmóti.“

Þetta er þýðingarmikill samningur og mikill að vöxtum. Samningurinn er jafnframt ákveðinn gæðastimpil á CIC-lausnina og starfsemi Advania í Svíþjóð. Það er ánægjuefni að Gartner hafi mælt með CIC og að Advania hafi síðan orðið fyrir valinu. Við áætlum að lausnin verði í heild sinni komin í fulla virkni núna fyrir áramótin,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.




mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK