Norski olíusjóðurinn orðinn of stór

Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs.
Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs.

Norski olíusjóðurinn fer að verða of stór fyrir norskt hagkerfi, miðað við þær útgreiðslur sem hafa tíðkast úr sjóðnum. Bæði hagstofa Noregs og Noregs banki spá því að breytingar á útgreiðslum úr sjóðnum verði kynntar í fjárlögum sem koma út 8. október. Hingað til hafa 4% af sjóðnum verið sett í rekstur ríkisins, en sagt er að Sigbjørn Johnsen fjármálaráðherra vilji lækka þá upphæð til að draga úr verðbólgu. Þetta kemur fram í frétt Aftenposten.

Þar sem sjóðurinn hefur stækkað mikið þýðir 4% útgreiðsla að miklir fjármunir koma inn í norska hagkerfið og ýti undir eftirspurnahlið þess. Segir Hans Henrik Scheel hjá norsku hagstofunni að þetta muni ýta undir launaskrið, styrkja krónuna og skekkja samkeppnisstöðu norskra fyrirtækja á alþjóðamarkaði enn frekar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK