Þrátt fyrir að skuldir íslenska ríkisins séu um 100% af landsframleiðslu og að ríkissjóður sé rekinn með halla segir greiningardeild Arion banka sé „staða ríkissjóðs alls ekki svo slæm í samanburði við meðalríkissjóð evruríkjanna.“
Bendir greiningardeildin á að meðalríkissjóður evruríkjanna hafi til dæmis verið rekinn með nánast viðvarandi halla síðustu 15 árin. Á árunum 2005-2007 hafi ríkissjóður Íslands þó safnað afgangi upp á 6,7 til 11% af landsframleiðslu meðan bestu ríkissjóðir evruríkjanna voru rétt í kringum 5% afgang.
Við hrunið hafi íslenski ríkissjóðurinn þó staðið nokkuð verr en í öðrum ríkjum, en hallinn sé nú kominn niður í 1,5% sem sé í minna lagi miðað við það sem gerist í öðrum evruríkjum. Skuldastaðan er þó enn nokkuð verri hérlendis en annars staðar, eða sem nemur 10 til 15% meira en á evrusvæðinu.
Þegar opinber fjármál þróaðra ríkja eru skoðuð út frá skuldum og afkomu hins opinbera má sjá að þrátt fyrir áfallið í hruninu er staða Íslands nokkuð betri en Bandaríkjanna og Bretlands og ekki langt frá meðaltali evrusvæðisins, meðan meðaltal þróaðra ríkja er nokkuð lakara en staða Íslands.
Segir greiningardeildin að þó að margir hafi gagnrýnt ríkisfjármálin hérlendis bæði fyrir og eftir hrun, „þá virðist ljóst að íslenska fjármálaráðuneytið er ekki sérstaklega svartur sauður í evrópskum samanburði“,