„Þeir borga sem njóta“

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þeir borga sem njóta, það er framtíð íslenskrar ferðaþjónustu“. Þetta var meginboðskapur Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair group, á 75 ára afmælisráðstefnu félagsins sem nú er í gangi. Sagði hann mikilvægt að breið samstaða næðist um gjaldtöku við vinsæla ferðamannastaði hérlendis. Sagði hann þetta spurningu um að geta aukið þjónustu fyrir ferðamenn og stuðla að sjálfbærni staðanna. Það ætti alls ekki að hafa „gjaldheimtu gjaldheimtunnar vegna“.

Björgólfur sagði að gjaldtaka væri forsenda góðrar þjónustu og án þjónustu og sjálfbærni væri verið að takmarka framtíðar aðgengi og tekjumöguleika ferðamannastaða. Tók hann fram að Icelandair hefði ekki boðvald í þessu máli, en sem stærsta fyrirtækið í ferðamannageiranum hérlendis hefði það mikla hagsmuni af því að breið samstaða næðist í málinu. Þetta væri ekki áhugamál lítils hóps, heldur einn af aðalstoðum íslensks atvinnulífs. Það ættu einnig að vera hagsmunir allra Íslendinga að varðveita náttúruperlur landsins og nefndi í því samhengi að flestir vildu líklegast sjá Þingvelli eins ósnortna árið 2212 og þeir eru í dag árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK