Hagar högnuðust um 1,5 milljarða króna frá mars fram til ágúst, sem er betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en farið var yfir 6 mánaða uppgjör félagsins á stjórnarfundi í dag. Ástæða betri afkomu er lægra kostnaðarhlutfall, betri framlegð og lægri afskriftir. Á sama tíma í fyrra var hagnaður félagsins um 1 milljarður og árið 2010 var hann 470 milljónir
Á fundinum var einnig samþykkt tilboð frá viðskiptabanka félagsins um hagstæðari vaxtakjör á lánum þess. Áætlaður ávinningur félagsins á ársgrunni vegna lægri vaxtakjara mun nema að minnsta kosti 70 milljónum króna.
Uppgjörið verður birt í heild 25. október næstkomandi.