Ónafngreindir menn að baki málaferlum

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Kristinn

Björgólfur Thor Björgólfsson svarar fyrir sig í nýjum pistli á heimasíðu sinni og segir Vilhjálm Bjarnason og aðra sem standi að baki málaferlunum gegn sér vilja „kynda bálið og láta helvítis útrásarvíkinginn hafa það“.

Einnig kemur fram að Björgólfur hafi heyrt að menn sem hafi horn í síðu hans standi á bak við málaferlin og segir hann þar að Vilhjálmur sé þeim happafengur í þessu máli sem eigi að veita málinu trúverðugleika. Í samtali við mbl.is sagði Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Björgólfs, að þeir aðilar sem þarna væri verið að benda til vissu sjálfir hverjir þeir væru, en vildi ekki upplýsa nánar hverja þarna væri átt við.

Segir í pistlinum að „krossferðinni skuli haldið áfram í nafni réttlætisins, en því miður gleymdist í þetta sinn að bjóða réttlætisgyðjunni með í för. Þarna eru á ferð menn sem slá sig til riddara í nafni hefndar og eru reknir áfram af eigin fordómum og andúð á öllum sem tengdust hinum föllnu viðskiptabönkum, a.m.k. mér.  Þeir treysta því að almenningur dæmi fyrir ásakanir einar, hversu langsóttar sem þær eru, og engu skipti hver niðurstaða dómstóla verður.“

Í pistlinum segir Björgólfur það kaldhæðnislegt að Vilhjálmur tali um blekkingar í eignarhaldi. „Löngu áður en ég eignaðist hlut í Landsbankanum, eða árið 1998, gerði Vilhjálmur Bjarnason tilboð í hlut í Landsbanka. Hann sagðist þá fara fyrir hópi  „venjulegra sparifjáreigenda“. Síðar kom í ljós að þessir „venjulegu sparifjáreigendur“ voru í raun Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, sem keypti jafnframt hlut í bankanum undir eigin nafni á sama tíma.“

Vitnar Björgólfur í framhaldinu í frétt Morgunblaðsins árið 1998 þar sem fram kom: „Vilhjálmur segir að rétt hafi þótt að halda því leyndu að EBÍ stæði að baki tilboðinu á meðan félagið væri að auka við hlut sinn í félaginu á almennum markaði. Að öðrum kosti hefði hætta verið á að verð bréfanna hefði hækkað og þau ekki fengist á eins hagstæðu verði.“ Einnig er vitnað til yfirlögfræðings fjármálaeftirlitsins sem sagði um málið að það væri „afar óheppilegt að villa um fyrir markaðnum.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK