Horfir Seðlabankinn út um framrúðuna?

Seðlabankinn
Seðlabankinn Ómar Óskarsson

Í framhaldi af veikingu krónunnar síðustu vikur veltir greiningardeild Arion banka því fyrir sér hver næstu skref peningastefnunefndar Seðlabankans verði á stýrivaxtafundi hinn 3. október næstkomandi. Er spá hennar að ákveðin verði 0,25 prósentustiga hækkun og þar með haldið áfram í vaxtahækkunarferli sem var gert hlé á á síðasta fundi.

Segir í markaðspunktum greiningardeildarinnar að um tvo kosti sé að ræða í stöðunni. Í fyrsta lagi geti Seðlabankinn horft í „baksýnisspegilinn“ og haldið stýrivöxtum óbreyttum þar sem verðbólguþróun síðustu mánuði hefur verið hagfelld, eða horft út um „framrúðuna“ og ákveðið að hækka vexti áfram í ljósi verri verðbólguhorfa, sem skýrist af lakara gengi í ljósi hárra verðbólguvæntinga.

Greiningardeildin telur nú vera lag  að kýla vexti aðeins upp, en með því megi nýta krónuna til að koma í veg fyrir verðbólguvæntingar og að toga þær niður í markmið bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK