Spá frekari vísitöluhækkun í október

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,76% í september.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,76% í september. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hagstofan birti í dag tölur um vísitölu neysluverðs í september. Var hækkunin 0,76% í mánuðinum og hækkaði 12 mánaða verðbólga úr 4,1% í 4,3%. Þetta er í takt við flestar spár greiningaraðila, en spáð var 0,7-0,8% hækkun. Greiningardeild Íslandsbanka segir í morgunkorni sínu að gert sé ráð fyrir 0,6% hækkunar milli september og október og að 12 mánaða verðbólgan fari upp í 4,5% og á síðasta ársfjórðungi muni hún hækka ennþá meira, eða upp í 4,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK