Viðskipti fyrir 251 milljón á dag

Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands

Heildarviðskipti með hlutabréf í september námu rúmlega 5 milljörðum, eða 251 milljón á dag, samanborið við 4,4 milljarða í ágúst. Mest viðskipti voru með bréf Haga upp á tæplega 1,7 milljarða, en þar á eftir voru Marel og Icelandair sem veltu um 1,1 milljarði. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,47% og stóð í 999 stigum í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Kauphallarinnar fyrir september.

Til samanburðar voru rúmlega 2,7 milljarða viðskipti með bréf Icelandair í dag vegna tilfærslu hjá Lífeyrissjóðum Bankastræti 7 og er það rúmlega helmingur af allri veltu síðasta mánaðar á hlutabréfamarkaðinum.

Á skuldabréfamarkaði voru heildarviðskipti 141 milljarður, eða 7,1 milljarður á dag, og minnkuðu nokkuð frá mánuðinum á undan þegar 11,5 milljarða velta var á dag. Mest voru viðskiptin með ríkisbréf, að upphæð rúmlega 100 milljarðar, en viðskipti með íbúðabréf náum 37,1 milljarði.

Heildarveltan fyrir september var því um 146 milljarðar, samanborðið við 258 milljarða í ágúst.

Efnisorð: Kauphöll Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK