Jón Sigurður nýr framkvæmdastjóri KPMG

Jón Sigurður Helgason nýr framkvæmdastjóri KPMG
Jón Sigurður Helgason nýr framkvæmdastjóri KPMG KMPG

Þann 1. október tók Jón Sigurður Helgason við starfi framkvæmdastjóra KPMG. Jón hefur starfað hjá félaginu í nítján ár, verið meðeigandi í þrettán ár og stjórnarformaður síðastliðin sex ár. Við stjórnarformennsku hefur tekið Margret G. Flóvenz en hún var áður varaformaður félagsins. Sigurður Jónsson, sem áður var framkvæmdastjóri KPMG, mun starfa áfram hjá félaginu.

Á Íslandi starfa um 240 manns hjá KPMG. Hjá félaginu starfar hópur sérfræðinga á öllum sviðum viðskipta. Löggiltir endurskoðendur félagsins eru tæplega 60, þar starfa um 10 lögfræðingar og fjöldi viðskiptafræðinga auk annars fagfólks. KPMG á Íslandi er skipt í þrjú svið; endurskoðunarsvið, skattasvið og fyrirtækjasvið. Megintilgangur KPMG á Íslandi er að veita fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi sérhæfða þjónustu á sviði endurskoðunar og ráðgjafar.

Efnisorð: KPMG
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK