Breyting á vörugjöldum mun kosta ríkið 371 milljón

Ríkissjóður mun verða af 371 milljón í tekjur vegna fyrirhugaðar …
Ríkissjóður mun verða af 371 milljón í tekjur vegna fyrirhugaðar niðurfellingar á undanþágu á vörugjöldum. Jim Smart

Fyrirhuguð niðurfelling á undanþága á vörugjöldum af innfluttum bílaleigubílum mun kosta ríkissjóð 371 milljón á ári og mun stórskaða bæði bílaleigugeirann, bílaumboðin og gera ferðaþjónustunni erfiðara fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt sem unnin var í samvinnu af bílaleigunefnd Samtaka ferðaþjónustunnar og KPMG. 

Fram kemur í skýrslunni að niðurfellingin muni þýða að bílaleigur þurfi að draga saman í endurnýjun bílaflotans sem mun orsaka eldri bílaflota bæði hjá bílaleigum og í almennri eign hérlendis. Gagnrýnt er að ekki sé tekið mið af því rekstrarumhverfi sem bílaleigur búi við hérlendis, þar sem háannatími sé yfir stutt tímabil og að svona mikil hækkun muni verðleggja bílaleigu út af markaðinum, en gert er ráð fyrir 27% meðal hækkun á útleigu yfir árið.

Þegar áætlanir ríkisstjórnarinnar voru kynntar í síðasta mánuði var gert ráð fyrir að aðgerðin myndi skila um 500 milljónum í ríkissjóð. Samkvæmt skýrslunni munu vörugjöld aukast um 391 milljón, en á móti kemur tap vegna minni virðisaukaskatts á leigutekjur, bensín og virðisaukningu bílaumboðanna. Þetta þýðir auk þess minna bensíngjalds og reiknað er með að ríkissjóður verði af 371 milljón við þessa breytingu. Við þetta bætist tap hjá bílaleigufyrirtækjunum sjálfum upp á 1,5 milljarð vegna samdráttar í útleigu og minni sölu hjá umboðunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK