Icelandic Group kaupir í Belgíu

Icelandic group Iceland UP
Icelandic group Iceland UP Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta  fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group, en ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna.

Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group, segir í tilefni af kaupunum að Gadus hafi sterka stöðu á heimamarkaði og að þetta muni efla vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum. „Kaupin á Gadus eru í samræmi við þær áherslur sem við höfum lagt upp með í rekstri Icelandic Group til framtíðar. Gadus hefur sterka stöðu fyrir kældar og ferskar sjávarafurðir á sínum heimamarkaði og rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðugur og góður í mörg ár. Með kaupunum erum við að efla þann hluta rekstrar Icelandic Group sem snýr að vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum í samstarfi við smásölukeðjur, en sá þáttur starfseminnar hefur gengið einna best á undanförnum árum.“ 

Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, segir þetta opna nýja markaði fyrir Icelandic Group. „Með kaupunum á Gadus opnast nýtt markaðssvæði fyrir Icelandic Group og sjáum við mikil framtíðar tækifæri í að útvíkka starfsemi félagsins enn frekar og tengjast mörkuðum í helstu nágrannalöndum Belgíu. Þetta eru markaðir þar sem rík hefð er fyrir neyslu á hágæða sjávarfangi.“

Gadus
Gadus Icelandic Group
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK