Minnsta atvinnuleysi í tíð Obama

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum dróst saman milli mánaða og hefur ekki …
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum dróst saman milli mánaða og hefur ekki verið lægra síðan Obama tók við embætti. AFP

Mjög dró úr atvinnuleysi milli mánaða í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í nýjum tölum frá Vinnumálastofu Bandaríkjanna. Mældist atvinnuleysið í september 7,8% og er það lækkun frá 8,1% í ágúst.

Í september urðu til 114 þúsund ný störf, en auk þess hjálpaði mikið að endurskoðaðar tölur frá í júlí og ágúst sýndu að færra fólk hafði misst vinnu en áður var talið í þessum mánuðum.

Þetta eru minnsta atvinnuleysi í Bandaríkjunum síðan Barack Obama tók við embætti forseta fyrir tæpum fjórum árum og líklegt er að þetta muni hjálpa honum að slá á gagnrýnisraddir sem segja að hann hafi ekki gert nægjanlega mikið til að vinna á atvinnuleysinu. Þetta er engu að síður enn undir væntingum sem bandaríski seðlabankinn hafði til lækkunar á atvinnuleysi vegna peninga innspýtingar í september. 

Efnisorð: atvinnuleysi
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK