Snilldarlausnir 2012 hefjast

Sigurvegarar síðasta árs frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja ásamt mennta- og menningarmálaráðherra, …
Sigurvegarar síðasta árs frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja ásamt mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur Marel

Snilldarlausnir Marel hefja nú sitt fjórða keppnisár, en markmið keppninnar er sem fyrr að gera sem mest virði úr einföldum hlut og taka það upp á myndband. Fyrsta árið voru það herðatré, árið eftir voru það pappakassar og í fyrra dósir sem léku aðalhlutverkið í myndböndum keppenda. Í ár verður aftur á móti brugðið út af vananum og verður framhaldsskólanemendum í sjálfsvald sett hvaða hluti þeir nota, en aðeins verður horft til virðisauka lausnarinnar. 

Eins og áður eru peningaverðlaun í boði fyrir góðar lausnir, en vinningshafinn fær 75 þúsund krónur í verðlaun auk farandgrips. Einnig eru veitt 50 þúsund króna verðlaun fyrir frumlegustu hugmyndina, flottasta myndbandið og þá hugmynd sem talin er líklegust til framleiðslu.

Skilafrestur hugmynda er til og með 31. október næstkomandi og verða verðlaun afhent á Alþjóðlegri athafnaviku sem fram fer dagana 12.-18. nóvember. Á heimasíðu keppninnar er að finna allar frekari upplýsingar og hægt að skoða sigurmyndbönd síðustu ára. Keppnin er samstarfsverkefni Marel, Innovit og Samtaka atvinnulífsins.

Síða keppninnar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK