Olíulöggjöfin ekki samkeppnishæf

Drekasvæðið.
Drekasvæðið. mbl.is/KG

Íslensk olíulöggjöf er ekki samkeppnishæf við lönd í kringum okkur og hefur orsakað lítinn áhuga á sérleyfisútboðum á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í í nýjasta pistli Ketils Sigurjónssonar á viðskiptavef mbl.is. Þar segir hann að með því að skattleggja hagnað olíuleitarfélaga, en setja annars alla ábyrgð á félögin, hafi Ísland farið langt aftur úr Noregi hvað samkeppnishæfni varðar og nú sé staðan sú að lítill áhugi sé á svæðinu meðan hann hefur aldrei verið meiri í Noregi og stærri félög leiti þangað í auknum mæli.

Leið Norðmanna felst í því að hluti kostnaðar vegna árangurslausrar leitar er endurgreiddur. Þetta geri það að verkum að félögin beri ekki jafn mikla áhættu og séu frekar tilbúin í að kanna svæðið, þrátt fyrir að skattar á olíuhagnað séu á fáum stöðum jafn háir. Þar að auki sé lítið um frumgögn um Drekasvæðið við Ísland og það dragi enn frekar úr áhuga félaganna.

Ketill furðar sig einnig á áhugaleysi fjölmiðla, Samtaka atvinnulífsins og Alþingis á að skoða þá aðferð sem nágrannar okkar búa við og segir að stjórnvöld hér þurfi að sýna meira raunsæi í málinu.

Lesa má greinina í heild hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK