Svissneska ríkislestarfélagið SBB gaf í dag út yfirlýsingu þess efnis að sættir hefðu náðst milli félagsins og bandaríska tæknirisans Apple. Deilan snérist um notkun þess síðarnefnda á klukkuútliti fyrir iPad og iPhone sem hafði verið notað í leyfisleysi, en SBB á höfundarrétt að útlitinu.
Útlitið sem um ræðir var hannað árið 1944 og þekkist af rauðum sekúnduvísi með lítilli kúlu á endanum. Enn í dag notar lestarfélagið klukkuna á öllum lestarstöðvum sínum, en hún er nú einnig kominn í yfir 80 milljón iPada frá Apple.
Síðastliðin september hafði SBB samband við Apple og kvartaði yfir að klukkan væri notuð án þeirra vitundar í nýjasta stýrikerfi iPad, iOS 6. Báðir aðilar hafa nú komist að samkomulagi um höfundarréttargreiðslur, en SBB sagðist einnig vera stolt af því að klukkan klassíska hefði upphaflega verið valin í spjaldtölvurnar.