Miklar hækkanir hafa verið á alþjóðlegum hrávörumarkaði með matvæli síðustu 12 mánuði. Meðal annars hefur mylluhveiti hækkað um 40% frá því í september í fyrra, maís farið upp um 27,8% og kaffi hækkað um 21,2%. Verð á sykri hefur á sama tíma farið niður um 8,7%. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar á Bifröst.
Þegar breyting milli mánaða er skoðuð kemur í ljós að kaffi hækkaði um 5,6% í september og sykur um 5,3%. Mbl.is hefur áður fjallað um matvælahækkanir og áhrif þeirra hérlendis.