18 milljarða afgangur af ferðalagalið

Erlendir aðilar hafa notað kort sín meira hérlendis í ár …
Erlendir aðilar hafa notað kort sín meira hérlendis í ár en áður. Kristinn Ingvarsson

Ferðamenn keyptu vörur og þjónustu fyrir um 32,4 milljarða með greiðslukortum á þriðja ársfjórðungi ársins, en það er metupphæð. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka, en að frádreginni erlendri kortaveltu Íslendinga var gjaldeyrisinnflæði vegna kortanotkunar 13,1 milljarður á ársfjórðunginum. Segir jafnframt að með spájöfnu megi áætla að ferðalagaliður þjónustujafnaðar hafi skilað 18 milljarða afgangi á þriðja ársfjórðungi, en til samanburðar var 16,8 milljarða. afgangur af þessum undirlið þjónustujafnaðar á sama tíma í fyrra. Ljóst er því að ferðamannaþjónustan skilar umtalsverðum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið.

Þrátt fyrir mikla aukningu í kortaveltu erlendra aðila var raunþróun kortaveltu innlendra einstaklinga á þriðja ársfjórðungi sú minnsta hérlendis í 2 ár. Jókst hún um 2,3% miðað við sama mánuð í fyrra og hefur ekki verið minni síðan á þriðja ársfjórðungi 2010 þegar veltan stóð í stað. Þetta gefur að mati greiningardeildarinnar vísbendingu um þróun einkaneyslu og að lítill stígandi sé í henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK