Einkaleyfi, fjármögnun og rekstrarform

Fyrir frumkvöðla er oft í nógu að snúast við að huga að þeirri hugmynd og vöru sem verið er að þróa. Það er í fjölmörg horn að líta og meðal þeirra er það sem kemur að einkaleyfum, að velja rétt rekstrarform og hvar leita skuli að frekari fjármögnun þegar verkefnið vindur upp á sig.

Í þriðja þætti af Sprotunum eru þessi atriði skoðuð nánar. Mismunandi rekstrarform eru skoðuð og meðal annars velt fyrir sér hvernig persónuleg ábyrgð sé hjá einkahlutafélög í samanburði við sameignarfélög eða samlagsfélög og hvað sé besta formið fyrir frekari fjármögnun og svo framvegis. Einnig er farið yfir það hvar eigi að sækja í styrki eða aukna fjármögnun og hvort að á einhverju stigi vanti fjármögnunarmöguleika.

Í síðasta þætti var farið yfir hvernig best væri að koma viðskiptahugmyndum niður á blað, en þann þátt má nálgast hér.

Efnisorð: Sprotar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK