Viðamikið peningaþvætti rannsakað í Svíþjóð

Sænskar krónur.
Sænskar krónur. mbl.is

Dómstóll í Stokkhólmi hefur fryst yfir 30 milljónir Bandaríkjadala, 3,7 milljarða króna, sem eru inn á bankareikning fyrirtækis frá Úsbekistan í Svíþjóð. Er fyrirtækið, Takilant, grunað um peningaþvætti.

Takilant er hluthafi í sænsk-finnska símafyrirtækinu TeliaSonera, sem hefur verið til rannsóknar síðan í september í tengslum við peningaþvætti.

Takilant, sem er skráð á Gíbraltar, er í eigu 22 ára gamallar konu Gayane Avakyan, sem tengist dóttur forseta Úsbekistan, Gulnara Karimova, náið.

Er nú talið að TeliaSonera hafi greitt 2,2 milljarða sænskra króna í mútur til Takilant til þess að tryggja fyrirtækinu 3G fjarskiptaleyfi í Úsbekistan og fyrir 26% hlut í Ucell fyrirtækinu sem er í Úsbekistan.

Héraðsdómur í Stokkhólmi frysti rúmlega 30 milljón dala innistæður Takilants í Nordea-bankanum á meðan rannsóknin á peningaþvættinu stendur yfir.

Hins vegar hafnaði dómari beiðni saksóknara um að frysta eignir sem metnar eru á 1,55 milljarða sænskra króna, á þeirri forsendu að múturnar hafi ekki farið fram í Svíþjóð og því ekki í lögsögu sænskra dómstóla.

Er saksóknara veittur frestur til 10. desember í síðasta lagi til þess að leggja fram ákæru. Hámarksrefsing fyrir mútur eru sex ára fangelsi í Svíþjóð. 

TeliaSonera, sem er eitt stærsta fyrirtæki Svíþjóðar, er í 37,3% eigu sænska ríkisins og finnska ríkið á 13,7% hlut. Fyrirtækið neitar sök í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK