Ný upplýsingaveita um sprotafyrirtæki

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur nú sett í loftið vefinn Sprotar.is, en það er upplýsingaveita sem er ætlað að vera helsti vettvangur upplýsingamiðlunar um íslensk sprotafyrirtæki og starfsumhverfi þeirra. Í tilkynningu segir að með þessu vilji Nýsköpunarmiðstöð Íslands meðal annars auka skilning stjórnvalda á mikilvægi sprotafyrirtækja fyrir íslenskt atvinnulíf og atvinnusköpun, auka umfjöllun um fyrirtækin, gera þau sýnilegri gagnvart innlendum og erlendum fjárfestum og styrkja ímynd þeirra og mikilvægi hjá almenningi. 

Á síðunni er að finna yfirlit yfir þau fyrirtæki sem enn eru skilgreind sem sprotar og er ætlunin með birtingunni að gefa almenningi og hluteigandi aðilum almenna sýn yfir stöðu mála í umhverfi sprota í dag. Fyrirtækjalistinn á síðunni er í stöðugri þróun og alls ekki tæmandi en til að byrja með er hann einskorðaður við lítil og meðalstór nýsköpunarfyrirtæki í hátækniiðnaði á Íslandi sem stunda rannsóknir og þróun. Fyrirtækin eru nú 135 talsins og fer fjölgandi og það með aðstoð hagsmunaaðila. 

Heimasíðan sprotar.is

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK