Atvinnuleysi minnkar um 1 prósent

Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum en fleiri eru atvinnulausir á …
Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum en fleiri eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Atvinnuleysi mældist 5% í september samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Er það heldur meira atvinnuleysi en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi var 1 prósentustigi lægra en í september 2011 en þá var atvinnuleysi 6%.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í september 2012 að jafnaði 180.700 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 171.700 starfandi og 9.000 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 80,6%, hlutfall starfandi 76,6%.

Mun hærra hlutfall kvenna án atvinnu

Atvinnuleysi í september 2012 var 4,3% á meðal karla miðað við 5,5% í september 2011 og meðal kvenna var það 5,7% miðað við 6,4% í september 2011.

Árstíðaleiðréttur fjöldi atvinnulausra í september 2012 var 10.900 eða 6% en var 11.300 eða 6,4% í ágúst 2012. Fjöldi starfandi var 170.700 í september 2012 eða 76,5% en var 166.400 eða 74,5% í ágúst 2012. Leitni árstíðaleiðréttingar á atvinnuleysi sýnir að síðast liðna sex mánuði hefur það nánast staðið í stað. Leitni hlutfalls starfandi stendur í stað frá því í ágúst eftir að hafa aukist lítillega frá maí til júlí.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK