Hagnaður Google dróst saman um 20%

AFP

Hlutabréf í tæknirisanum Google hrundu í dag eftir að uppgjör þriðja ársfjórðungs leiddi óvænt í ljós að hagnaður var 20% minni en á sama tímabili í fyrra.

Hlutabréfin í félaginu hríðlækkuðu í dag en er markaðir lokuðu höfðu þau lækkað um 8%. Uppgjörið var óvart gefið út og afkoman sem það sýndi kom hluthöfum og sérfræðingum á Wall Street mjög á óvart.

Samkvæmt uppgjörinu var hagnaður félagsins á ársfjórðungnum 2,18 milljarðar dala en var 2,73 milljarður dala á sama tímabili í fyrra.

Google ætlaði ekki að gefa út afkomuna í dag og segir að um drög hafi verið að ræða sem hafi verið gefin  út í leyfisleysi. Endanleg útgáfa uppgjörsins var gefin út skömmu síðar með nákvæmlega sömu afkomutölum. Eina breytingin var sú að búið var að bæta við viðbrögðum forstjórans í línu þar sem áður stóð: „Hér kemur setning frá forstjóranum.“

Larry Page, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að staða Google hafi verið sterk á árinu. Tekjur fyrirtækisins, sem er nú 14 ára gamalt voru 14,1 milljarður dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK