Stjórnendur bílaumboða telja að fyrirhugaðar álögur á bifreiðakaup bílaleigna leiði til þess að þær kaupi 20-33% færri bíla í fyrirsjáanlegri framtíð en í ár.
Þetta kemur fram í umfjöllun í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Þar segir, að talið sé að 3.200 bílaleigubílar verði seldir í ár og að heildarsalan verði 7.600 bílar.
Stjórnvöld áforma að fella niður undanþágu frá vörugjöldum af nýjum bílaleigubílum.