13 milljarðar aukalega í varúðarfærslu

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið Sigurgeir Sigurðsson

Stærstu viðskiptabankarnir þrír gætu þurft að bæta við rúmlega 13 milljörðum  til viðbótar við þá 67 milljarða sem hafa verið settir í varúðarfærslur vegna áhrifa dóms um lögmæti útreiknings á gengistryggðum lánum. Þetta kemur fram í könnun Fjármálaeftirlitsins á áhrifum dómsins á fjórar mismunandi sviðsmyndir.

Lánum er skipt upp í 5 mismunandi flokka eftir því hversu líklegt sé að þau teljist ólögleg. Samtals eru áhrif af lánunum talin geta verið um 165 milljarðar, en þar af er rúmlega 50% í stærsta flokknum, sem jafnframt er sá flokkur sem lán hafa þegar verið dæmd ólögleg eða mjög líklegt er að verði dæmd ólögleg. Á síðasta ári höfðu bankarnir þegar afskrifað 67 milljarða af þessari upphæð og í kjölfar dómsins í febrúar síðastliðinn var bætt við um 65 milljörðum í varúðarfærslur. Samtals hefur því verið gert ráð fyrir 132 milljörðum vegna lækkaðra krafna vegna gengislána.

Í verstu niðurstöðunni sem Fjármálaeftirlitið skoðar er gert ráð fyrir að bankarnir þurfi að færa niður um 145 milljarða og því gætu þeir þurft að bæta við um 13 milljörðum í varúðarfærslur í kjölfar dómsins í gær, þar sem Arion banki var dæmdur til að lækka skuld Borgarbyggðar um nærri 85 milljónir vegna ólöglegs endurútreiknings.

Í dag hafa bæði Landsbankinn og Arion banki gefið frá sér yfirlýsingu um málið þar sem sagt er frá því að ákveðin álitamál séu enn óútkljáð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK