Bréfin lækkuðu um 2700 milljarða

Google
Google AFP

Gærdagurinn var nokkuð slæmur dagur hjá tæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum, en bæði Google og Microsoft birtu upplýsingar um þriðja ársfjórðung sem sýndi fram á lækkandi hagnað. Afkoma beggja fyrirtækjanna lækkaði um 20% og það virtist smita út frá sér á aðra aðila í tæknigeiranum.

Hlutabréf í Google lækkuðu um 8% á markaði í gær og bréf Microsoft fóru niður um 0,32%. Fjárfestar virðast hafa trú á því að þrátt fyrir dvínandi hagnað þess síðarnefnda þá séu betri tímar framundan með útgáfu Windows 8 stýrikerfisins sem kemur út á næstunni. Heildarverðmætisrýrnun bréfa Google var um 2700 milljarðar, en fyrir mistök lak uppgjörið út 3 klukkustundum fyrr en áætlað var og olli það nokkru uppþoti.

Upplýsingarnar voru gefnar út klukkan 12:30 að bandarískum tíma, en 21 mínútu seinna var viðskiptum með bréf fyrirtækisins frestað í tvær og hálfa klukkustund. Á þessum örfáu mínútum áttu sér stað rúmlega 31 þúsund viðskipti með yfir 4,6 milljónir hluta, að því er Bloomberg greinir frá. Bréfin lækkuðu um 6,4% á þessum mínútum, eða sem nemur 2160 milljörðum íslenskra króna. Sú upphæð er um 30% hærri en landsframleiðsla Íslands á síðasta ári.

Í kjölfarið á verri afkomu fyrirtækjanna tveggja lækkaði gengi bréfa Apple um 1,89% og hjá Amazon um 1,07%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK