Minni hagnaður hjá Microsoft

AFP

 Bandaríski tölvurisinn Microsoft skilaði 20% minni hagnaði á 3. ársfjórðungi en á sama tímabili í fyrra eða 4,5 milljörðum dala. Ástæðan er sögð samdráttur á markaði með heimilistölvum. Nýtt stýrikerfi og spjaldtölva verða kynntar í næstu viku.

„Markaðssetning Windows 8 mun marka nýtt tímabil í sögu Microsoft,“ segir Steve Ballmer, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir að fjárfestingar sem farið hafi verið í fyrir mörgum árum séu nú að fara að skila sér.

 26. október verður kynnt til sögunnar ný Surface spjaldtölva Microsoft sem mun styðjast við Windows 8 stýrikerfið.

Hlutabréf í Microsoft lækkuðu um 2,4% á mörkuðum vestanhafs í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK