Uppgjör Össurar undir væntingum

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar Kristinn Ingvarsson

Afkoma Össurar á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum, en hæg sala í Bandaríkjunum er sögð hægja á vexti. Söluvöxtur var 2%, en heildarsalan nam 99 milljónum Bandaríkjadollurum, samanborið við 101 milljón dala á sama tíma í fyrra. Enginn söluvöxtur var í stoðtækjum mælt í staðbundinni mynt, en sala á spelkum og stuðningsvörum jókst um 3%. Framlegðin nam 61,7 milljónum Bandaríkjadal eða 63% af sölunni og er það sama hlutfall og á þriðja ársfjórðungi 2011.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir Jón Sigurðsson, forstjóri fyrirtækisins, að niðurstaðan sé undir væntingum, en nefnir ánægjulega þátttöku fyrirtækisins á Ólympíuleikunum. „Niðurstöður  þriðja ársfjórðungs eru undir okkar væntingum og hafa áhrif á áætlun  fyrir  árið í heild. Eftirlit endurgreiðsluaðila í Bandaríkjunum hefur haft meiri áhrif á söluna en stjórnendur gerðu ráð fyrir. Samt sem áður hefur fjórðungurinn  líka  verið  mjög  ánægjulegur þar  sem Oscar Pistorius  skráði nafn sitt í sögubækurnar sem fyrsti aflimaði keppandinn á Ólympíuleikunum. Frammistaða Oscars og fleiri afreksíþróttamanna á Ólympíumóti  fatlaðra  veitti  okkur líka innblástur og sýndi umheiminum að fötlun  þarf  ekki  að  hindra fólk í að ná markmiðum sínum. Við erum stolt yfir því að vera þátttakendur í þeirri vegferð.“

EBITDA nam 18 milljónum Bandaríkjadala á tímabilinu eða 19% af sölu, samanborið við 20% af  sölu á sama tímabili 2011. EBITDA er lægri vegna minni sölu og aukinnar fjárfestingar í rannsóknar- og þróunarstarfi.

Það kemur einnig fram að aukið eftirlit frá endurgreiðsluaðilum, eins og Medicare, hafi haft veruleg áhrif á stoðtækjamarkaðinn í Bandaríkjunum. Það hefur skapað óvissu á markaðnum og leitt  til  minni  eftirspurnar eftir dýrari vörum.

Efnisorð: uppgjör Össur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK