Marel fellur um 4,1% eftir uppgjör

Marel lækkaði um 4,1% í dag, en félagið birti ársfjórðungsuppgjör í gær eftir lokun markaða. Viðskipti með bréf félagsins voru tæplega 540 milljónir, en þau standa nú í 128,5 stigum. Hagar birtu uppgjör í dag og hækkuðu bréf félagsins um 1,53% í kjölfarið í 157 milljóna viðskiptum. Icelandair lækkaði lítillega, eða um 0,4% í viðskiptum upp á 276 milljónir. 

Í yfirlýsingu frá Marel vegna uppgjörsins sagði Theo Hoen, forstjóri, að „markaðsaðstæður á árinu hafa verið krefjandi og niðurstöður síðustu tveggja ársfjórðunga voru undir væntingum okkar. Miðað við aðstæður megum við þó vel við una.“ Félagið skilaði 8,4 milljón evra hagnaði eftir skatta, en það var lækkun um rúmlega 2 milljónir evra frá fyrra ári.

Hjá Högum nam vörusala 35.569 milljónum króna, samanborið við 33.711 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður. Söluaukning félagsins er því 5,5% milli ára, en hagnaður nam 1.554 milljónum króna

Efnisorð: hlutabréf Marel
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK