Háskólanemendur halda til Færeyja

Innovit

Í dag munu 18 nemendur frá Norðurlöndunum hittast í Færeyjum þar sem sett verður upp vinnustofa tengd verkefnum í sjávarútvegi og leitast verður við að leysa ákveðið tilbúið  vandamál. Það er íslenska frumkvöðlasetrið Innovit sem stendur á bakvið verkefnið, en það er í samstarfi við háskóla og önnur frumkvöðlasetur á Norðurlöndunum.

Diljá Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Innovit, segir að það sé gríðarlega mikilvægt að Norðurlöndin vinni saman að því að finna lausnir á þeim vandamálum sem steðji að sjávarútveginum. Vegna þess hafi Innovit sótt um styrk til Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar um að koma að samnorrænu verkefni. Þau hafi hlotið styrkinn og í framhaldinu hafið samstarf við aðila á öllum Norðurlöndunum.

Segir hún að Innovit hafi haft samband við fjölmarga aðila innan sjávarútvegsins og var verkefnið ákveðið út frá þeirri vinnu. Því sé um raunverulegt viðfangsefni að ræða og verði niðurstaðan kynnt eftir ráðstefnuna og eru aðilar hvattir til að nýta sér hana.

Ákveðið var að þrír háskólanemendur frá hverju landi kæmu til Færeyja, en mikil ásókn var í að taka þátt og sóttu til að mynda rúmlega 70 manns um hérlendis og yfir 200 manns allt í allt. Þátttakendur Íslands eru þau Tanja Dögg Guðjónsdóttir frá Háskólanum á Akureyri, Gísli Kristjánsson og Magnús Valgeir Gíslason frá Háskóla Íslands.

Í kjölfarið á verkefninu mun Innovit framleiða kynningarmyndband sem á að vekja athygli og áhuga á sjávarútveginum, tengt menntunar- og starfstækifærum. Auk þess verður eftirfylgni af verkefninu á framadögum og ráðstefnur haldnar tengdar sjávarútvegi.

Diljá Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Innovit.
Diljá Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Innovit. Innovit
Efnisorð: Innovit
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK