Framleiðni 20% minni á Íslandi

Framleiðni vinnuafls er 20% minni á Íslandi en í helstu nágrannalöndum og því eru umtalsverð tækifæri fyrir hendi til að auka arðsemi í fjármagnsfrekum atvinnugreinum. Ennfremur er þörf á auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika í almennri stefnumörkun til að auka tiltrú fjárfesta og atvinnurekenda. Þetta er meðal efnis sem fram kemur í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Mckinsey & Company kynnir í dag, skýrslu sem gerð var um mótun framtíðarstefnu fyrir Ísland.

Þar segir jafnframt að fjölþætt tækifæri séu til staðar í íslensku efnahagslífi til að ýta undir vöxt og framtíðarstyrk hagkerfisins. Það hefur hingað til verið drifið áfram af sterkum útflutningsgreinum sem byggja að megninu til á náttúruauðlindum og miklu framboði vinnuafls. Þetta eru bæði takmarkaðar auðlindir og því ber að huga að mótun og stefnu framtíðarsýnar Íslands svo hægt sé að finna nýjar leiðir til að knýja hagvöxt til framtíðar.

Í byrjun ársins ákvað Mckinsey & Company að eigin frumkvæði og fyrir eigin kostnað að hefja vinnu við skýrsluna, en fyrirtækið hefur áður unnið svipaðar skýrslur fyrir önnur Norðurlönd. Segir í tilkynningu að það vilji með skýrslunni „stuðla að málefnalegri og staðreyndamiðaðri umræðu um efnahagsmál og mikilvægi heildstæðrar sýnar í hagvaxtarstefnu ríkja."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK