Icelandair hagnast um 7 milljarða

Vél Icelandair
Vél Icelandair mbl.is

Icelandair hagnaðist um 51,4 milljónum Bandaríkjadollara, tæplega 7 milljarða íslenskra króna og var 7,6 milljónum dollurum hærri en á sama tímabili á síðasta ári.

Rekstrarhagnaður (EBITDA) félagsins var 77,9 milljónir Bandaríkjadollara og eykst um 7,4 milljónir dollara á milli ára. Tekjuaukningin var 8% frá fyrra tímabili, en eiginfjárhlutfallið var 39%. Handbært fé frá rekstri var 10,1 milljón dollara, samanborið við 5,3 milljónir árið áður. 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins, segir í tilkynningu að ánægjulegt hafi verið að sjá afkomuna, þegar horft er til árangurs annarra flugfélaga. „Afkoma margra flugfélaga í heiminum hefur að undanförnu versnað vegna ótryggs efnahagsástands og viðvarandi hás eldsneytisverðs. Af þeim sökum er gleðilegt að sjá hversu góðum árangri Icelandair Group nær á sama tíma. Sveigjanleiki í viðskiptalíkani, sterk vörumerki ásamt góðu og ötulu starfsfólki hefur gert okkur kleift að takast á við krefjandi ytri aðstæður og sýna mjög ásættanlega afkomu.“

Farþegum í millilandaflugi fjölgaði um 11% milli ára og sætanýtingin nam 84% en var 83,3 á sama tímabili 2011. Farþegum sem fljúga með félaginu á milli Norður-Ameríku og Evrópu fjölgaði um 22%, en sá markaður hefur verið í stöðugum vexti síðustu misseri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK