Tchenguiz ósáttur við fyrrverandi forstjóra SFO

Robert Tchenguiz
Robert Tchenguiz ANDRE CAMARA

Robert Tchenguiz segir að Richard Alderman, fyrrverandi yfirmaður Serious Fraud Office, eigi að svara fyrir um hlut sinn í rannsókn á Tchenguiz og bróður hans, Vincent. Bræðurnir voru handteknir í tengslum við rannsókn SFO á Kaupþingi. Þeirri rannsókn sem á þeim bræðrum hefur verið hætt.

Í viðtali við breska dagblaðið Telegraph segir Robert Tchenguiz að Alderman hafi verið í persónulegri herferð gegn þeim bræðrum.

„Richard Alderman hafði heimild til þess að eyðileggja líf fólks. Ef hann hefði verið bankamaður eða ráðherra yrði hann látinn sæta ábyrgð. Ef þú gerir eitthvað sem ekki rúmast innan þinna heimilda er augljóst að þú átt að sæta ábyrgð,“ segir Tchenguiz i viðtali við Sunday Telegraph. Er þetta fyrsta viðtalið sem hann hefur veitt síðan rannsókn málsins var hætt.

Hann segir að ekki sé nægjanlegt að Alderman hafi hætt sem forstjóri SFO. Hann sé kominn í nýtt starf og líf hans gengur sinn vanagang. Ekki sé hægt að taka ákvarðanir líkt og þær sem Alderman tók á sínum tíma og komist upp með það án frekari útskýringa. Eðlilegt sé að honum verði gert að útskýra málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK