Mörður vill auðvelda netverslun

Íslendingar verða alltaf duglegri að versla á netinu. Barnaföt eru …
Íslendingar verða alltaf duglegri að versla á netinu. Barnaföt eru meðal þess sem selst vel þar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stóraukin netverslun kallar á breytingar í verslunarháttum og meðal þess sem þarf að huga að er að einfalda og greiða leiðir þegar kemur að greiðslu tolla og gjalda. Þetta segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann er fyrsti flutningsmaður þingsályktunar sem var samþykkt um að skipaður yrði starfshópur til að athuga þróun og regluverk í póstverslun hér og erlendis með það að markmiði að gera tillögur að lagabreytingum á þessu sviði.

Niðurfelling aðflutningsgjalda þegar upphæðir eru litlar

Mörður segir í samtali við mbl.is að ýmsar reglur og lög sem gilda um póstverslun bera keim liðins tíma og að það séu margskonar hindranir sem gera þessi viðskipti eðlileg og frjálsleg. Í þingsályktuninni er meðal annars lagt til að skoðað verði hvort erlend fyrirtæki megi skrá sig á íslenska virðisaukaskattskrá og í tollakerfið og þannig greiði það fyrirtæki gjöld beint til ríkisins og sendingin fái að fara óáreitt gegnum tollskoðun. Einnig hvort rétt sé að fella niður aðflutningsgjöld þegar upphæðir sé svo litlar að það borgi sig ekki að innheimta þau.

Svipuð þróun hefur nú þegar hafist varðandi rafbækur segir Mörður, en þar rukkar vefverslunin Amazon virðisauka af bókunum í söluverði til innlendra aðila og greiðir svo ríkissjóði. Þetta hefur þau áhrif að þrátt fyrir aukna samkeppni á markaði, þá sitja söluaðilar hérlendis og erlendis við sama borð og erlendir aðilar greiði sömu gjöld og aðrir.

Tækifæri og ógnir

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að samtökin séu meðvituð um þessar breytingar sem eigi sér stað, enda hafi orðið sprenging í verslun á netinu síðustu 2 árin. Ekki hafi þó enn verið mótuð nein stefna, en að seinnipart janúar sé stefnt að því að halda hér ráðstefnu um málefnið og fá erlenda fyrirlesara sem þekki til þessara breytinga í nágrannalöndum okkar. Segir hann að bæði tækifæri og ógnir stafi að þessum breytingum fyrir íslenska verslunaraðila, en með því að skynja landslagið og fræða um möguleika eigi að vera hægt að nýta sér tækifærin.

Það vekur athygli að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins er meðal flutningsmanna, en Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður flokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, segir að hann styðji tillöguna, auk þess sem Pétur H. Blöndal hefur gert það opinberlega. Segir Guðlaugur auk þess að Sjálfstæðisflokkurinn styðji almennt „allt það sem auðveldar verslun og viðskipti og lækkun tolla og gjalda“ og gerir því ekki ráð fyrir öðru en að málið njóti stuðnings flokkssystkina sinna.

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK