Finnar vilja hámarksvexti á smálán

Auðvelt getur verið að sækja um smálán gegnum símann.
Auðvelt getur verið að sækja um smálán gegnum símann. Ernir Eyjólfsson

Í Finnlandi er nú til skoðunar að setja hámarksvexti á smálán, en þar hafa meðalvextir náð allt að 920% á þessum lánum. Einnig á að setja starfseminni nokkrar skorður, meðal annars með að banna útlán á nóttinni og auka kröfur um lánamöt og könnun á greiðsluhæfi lántakenda.

Hugmyndir stjórnvalda eru að setja 50% hámarksvexti á smálán og banna að lán séu veitt eftir 11 á kvöldin. Smálán eru lán sem eru undir 2000 evrum, eða sem nemur rúmlega 325 þúsund íslenskum krónum. Í Svíþjóð hafa umræður um málið einnig komist á skrið, en í Dagens Industi í dag er fjallað um að 24 þúsund aðilar séu í vanskilum með yfir 70 milljónir sænskra króna, eða tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna.

Rætt er við Hörð Bender, sem er stofnandi og forstjóri smálánafyrirtækisins Folkia í Svíþjóð og gagnrýnir hann hugmyndirnar. Segir hann rétt að markaðurinn ráði vaxtastiginu, en vextir í Svíþjóð 30 daga láni að upphæð 5000 sænskar krónur er um 500%. Hann viðurkennir að stundum sé lánað til fólks sem ekki ætti að fá smálán, en almennt sé fyrirkomulagið hugsað fyrir aðila sem vinna í lotum eða fólk sem ekki passar inn í lánakerfi bankanna, en geti engu að síður greitt skuldir sínar. 

Hörður segir þetta þó ekki almennt vandamál og að það sé „ekkert vit í því fyrir okkur að lána fólki sem ekki getur borgað til baka.“ Smálánafyrirtækið Folkia er stærsti aðili á þessum markaði í Svíþjóð og var með um 50% markaðshlutdeild. Samkvæmt síðasta ársreikning voru útlán um 80 milljónir sænskra króna, en samtals voru afskrifaðar 20 milljónir yfir árið. Heildarútlán voru um 1 milljarður sænskra króna, en það skýrist af því að lánin eru veitt til skamms tíma og því getur miklu hærri upphæð verið lánuð út yfir árið en er í útlánum á einhverjum ákveðnum tímapunkti.

Hann tekur þó undir þær breytingar sem lagðar eru fram í Finnlandi um að herða reglur varðandi lánamöt smálánafyrirtækja og segir að það muni koma í veg fyrir að aðilar reyni að græða á innheimtuferlinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK