Nýmarkaðslönd tækifæri fyrir sjávarútveg

Sala á sjávarafurðum hefur aukist mikið til nýmarkaðslanda.
Sala á sjávarafurðum hefur aukist mikið til nýmarkaðslanda. mbl.is/Rax

Sala á sjávarafurðum frá Íslandi hefur aukist mikið til nýmarkaðsríkja og er Rússland hástökkvari á lista yfir þau lönd sem Íslendingar eiga í viðskiptum við með sjávarafurðir og er komið í fjórða sæti. Á meðan sala til Bandaríkjanna hefur dregist saman hefur vöxtur til landa að frátöldum Japani, Bandaríkjunum og landa innan EES verið í hæstu hæðum. Þetta kemur fram í nýuppfærðri skýrslu greiningardeildar Arion banka um íslenskan sjávarútveg.

Segir þar að flestar nýjar spár bendi til þess að batinn í efnahagslífi Vesturlanda verði veikari á næstu árum en búist var við framan af ári. Þetta hafi áhrif á eftirspurn ríkjanna eftir innflutningi, þar á meðal fiskafurðum Íslendinga. Almennt er mjög skýr fylgni milli matvæla- eða hrávöruverðs og almennra skilyrða í efnahagslífinu. Upp á síðkasti hefur matvælaverð á heimsvísu raunar verið nokkuð hátt, en það skýrist af uppskerubresti og öflugum hagvexti í nýmarkaðsríkjum.

Útflutningur sjávarafurða til nýmarkaðsríkja hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, og mun meira en til landa innan EES svæðisins svo dæmi sé tekið. Rússland er mesti hástökkvarinn, en landið er nú fjórði stærsti innflytjandi sjávarafurða frá Íslandi. Þá er hlutur Nígeríu jafnframt tiltölulega stór, en vöxtur hefur einnig verið í innflutningi margra ríkja Asíu þótt hann nemi enn aðeins brotabroti af heildarútflutningi sjávarafurða. Segir í skýrslunni að tækifæri gætu legið í enn frekari sókn á þessa markaði, enda séu þessi lönd í hagvaxtarskeiði meðan Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn geri ráð fyrir 0,3% samdrætti í Evrópu, okkar helsta útflutningsmarkaði.

Útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða eftir innflutningslandi/-svæði
Útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða eftir innflutningslandi/-svæði Arion banki
Helstu viðskiptalönd íslensks sjávarútvegs.
Helstu viðskiptalönd íslensks sjávarútvegs. Arion banki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK