LSR kaupir í Icelandair

Icelandair
Icelandair mbl.is

Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 hafa fest kaup á 152 milljón hlutum í Icelandair Group, fyrir sem nemur um 1,16 milljörðum króna. Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallarinnar. Gera má ráð fyrir að þetta sé hluti þeirra bréfa sem Framtakssjóður Íslands seldi, en enn er óljós hver var kaupandi að tæplega 200 milljón hlutum.

Undir Lífeyrissjóði Bankastræti 7 tilheyra meðal annars Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, A- og B-deildir, auk séreignar og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga sem allir keyptu í félaginu. Fyrir áttu sjóðirnir rúmlega 8,5% hlut, en eiga eftir kaupin 12,14%.

Eign sjóðanna er nú eftirfarandi:

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, A-deild: 360 milljón hlutir, 7,20%.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild: 210 milljón hlutir, 4,20%.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, séreign: Rúmlega 7 milljón hlutir, 0,14%
Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga: 30 milljón hlutir, 0,60%

Í samtali við Hauk Hafsteinsson, framkvæmdastjóra LSR, sagði hann að þetta væri sjálfstæð ákvörðun sjóðsins og að það hefði verið metið að Icelandair væri góður fjárfestingarkostur. Lífeyrissjóðurinn á í dag 7,36% í Framtakssjóðnum sem seldi bréfin, en Haukur segir að með þessu verði engin breyting þar á.

Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR.
Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK