Ómar fær fyrstu athafnateygjuna

Ómar Ragnarsson fékk í morgun fyrstu athafnateygjuna 2012.
Ómar Ragnarsson fékk í morgun fyrstu athafnateygjuna 2012. mbl.is/Tómas Jónasson

Í morgun fékk Ómar Ragnarsson afhenta fyrstu athafnateygju ársins 2012 þegar Kauphallarbjöllunni var hringt til að marka upphaf alþjóðlegrar athafnaviku dagana 12. til 18. nóvember.

Athafnateygjan er partur af alþjóðlegri athafnaviku og er í raun númerað gúmmíarmband sem þátttakendur eiga að bera á meðan þeir framkvæma eitthvað, sérstaklega það sem lengi hefur setið á hakanum s.s. að taka til í bílskúrnum, semja ljóð, baka köku, klára vinnuskýrslu eða önnur verkefni hvort sem þau tengjast atvinnu- eða heimilislífi. Þegar því er lokið skal teygjuhafi afhenda öðrum teygjuna, hvetja viðkomandi til dáða og þannig koll af kolli. Verkefnin skal svo skrá á heimasíðu teygjunnar þar sem hægt er að fylgjast með ferðalagi hverrar teygju manna á milli.

Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur hefur umsjón með vikunni hérlendis, en í tilkynningu frá félaginu segir að Ómar hafi verið valinn þar sem hann sé einhver atorkusamasti og fjölhæfasti athafnamaður sem Ísland hafi alið og frumkvöðull á ótalmörgum sviðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK