Óeðlilegt ef fullkomins trausts nyti nú

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar segir að það væri óeðlilegt ef traust almennings á markaðinum væri í hæstum hæðum nú um stundir. Hann telur mikilvægt að menn vinni sér slíkt inn hægt og rólega. „Okkur í Kauphöllinni finnst að traustið eigi að koma smám saman, við viljum í sjálfu sér að fólk sé á varðbergi. Það er gott að vinna sér inn traust, en það er eðlilegt og æskilegt að það gerist yfir einhvern tíma. Mér finnst í hæsta mæli óeðlilegt ef markaðurinn nyti fullkomins traust nú um stundir.“

Þetta kemur fram í fyrsta þættinum af Viðskipti með Sigurði Má sem hófst í dag hér á mbl.is.  Páll segir margt gott að sjá við markaðinn í dag og telur að merkja megi aukna vandvirkni í vinnubrögðum fjárfesta sem fylgist betur með. Það sé merki um hugarfarsbreytingu og gefur von um bjartsýni. Hann ítrekar þó að menn þurfi ætíð að vera á tánum í þessum efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK