SFO þarf að borga lögfræðikostnað Tchenguiz

Robert og Vincent Tchenguiz.
Robert og Vincent Tchenguiz.

 Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, hefur verið dæmd til að greiða lögfræðikostnað Tchenguiz bræðranna, þeirra Vincents og Roberts. SFO hætti í haust rannsókn sinni á falli Kaupþings og eins á kaupsýslumanninum Robert Tchenguiz. Áður hafði formlega verið tilkynnt um að rannsókn á eldri bróður hans, Vincent Tchenguiz, hefði verið hætt.

Þetta kemur fram í Financial Times í dag.

SFO hóf rannsókn á viðskiptum Vincents og Robert Tchenguiz í mars árið 2011 í tengslum við rannsókn á falli Kaupþings. Bræðurnir voru m.a. handteknir og húsleit gerð hjá þeim.

En eftir árs rannsókn viðurkenndi SFO mistök við rannsóknina. Bræðurnir höfðuðu mál og hefur dómari nú komist að því að SFO beri ábyrgð á 80% af lögfræðikostnaði Roberts Tchenguiz vegna málsins og alls lögfræðikostnaðar bróður hans, Vincents. 

Vincent Tchenguiz segir að þetta sýni enn og aftur mistök Richards Aldermans, fyrrverandi forstjóra SFO. Hann segir forstjórann hafa verið kærulausan og athyglissjúkan. Aðför Aldermans að sér hafi haft víðtæk áhrif á orðspor sitt og einkalíf. „Enn á eftir að fá þær skemmdir bættar,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK