Vill sjávarútvegsfyrirtækin á markað

„Ég held að það sé gífurlega æskilegt að við fáum inn í Kauphöllina félög í þessum höfuðútflutningsatvinnugreinum og þar á ég auðvitað við sjávarútveginn og orkugeirann.“ Þetta segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má í dag, en Páll telur að mörg sjávarútvegsfyrirtæki gætu sómt sér vel á markaði. Þó sé óvissan um starfsumhverfi greinarinnar til vandræða, þar sem hluthafar þurfi að hafa slíkar upplýsingar á hreinu.

Í dag er eiginfjárhlutfall íslenskra fyrirtækja nokkuð lægra en í nágrannalöndum okkar og segir Páll atvinnulífið hérlendis vera veikburða vegna þess. Hann telur 300 til 600 milljarða innspýtingu vanta og að Kauphöllin sé einn mikilvægasti hlekkurinn í að það gangi upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK