Farþegar gjaldþrota flugfélags illa settir

AFP

Framtíð skandinavíska flugfélagsins SAS skýrist fyrir miðnætti. Þeir sem verða strandaglópar í útlöndum ef til gjaldþrots þess kemur þurfa að koma sér heim fyrir eigin reikning. Félagið flýgur fimm sinnum í viku milli Keflavíkur og Óslóar. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista.is.

Þeir sem eru staddir í útlöndum þegar flugfélagið, sem þeir eiga miða með heim, fer í gjaldþrot verða sjálfir að leggja út fyrir nýjum farmiða og svo gera kröfu í þrotabú fyrirtæksins. Sé ferðin ófarin er andvirði flugmiðans tapað nema kreditkortafyrirtækið geti afturkallað greiðsluna samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna.

SAS flýgur fimm sinnum í viku milli Oslóar og Keflavíkur og því líklegt að einhverjir íslenskir farþegar verði illa úti ef stjórn félagsins lýsir yfir gjaldþroti á miðnætti, segir í frétt Túrista. 

En forsvarsmenn þess hafa gefið út að framtíð SAS ráðist fyrir miðnætti. Þeir ætla ekki að gefa sér lengri tíma til að ná samningum við starfsmenn um launalækkanir, breytingar á lífeyrisréttindum og aukna vinnuskyldu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK