SAS og flugmenn ósammála

Forstjóri Rickard Gustafson.
Forstjóri Rickard Gustafson. AFP

Mikill munur er á kröfum flugmanna flugfélagsins SAS og forráðamanna fyrirtækisins um launakjör, en félagið hefur lýst því yfir að laun allra starfsmanna verði lækkuð og er það liður í áætlun fyrirtækisins um að halda velli.

Flugmennirnir lögðu fram kröfur sínar í nótt og segjast með því vera að koma til móts við kröfur SAS. Í frétt danska viðskiptavefsins Epn.dk er því aftur á móti haldið fram að kröfur flugmannanna séu langt frá hugmyndum fyrirtækisins.

„Strax eftir miðnætti í nótt lögðu félög flugmanna frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi fram tilboð til SAS sem kemur til móts við SAS á allan hátt. Þetta tilboð ætti að verða til þess að hægt verði að ljúka samningum á uppbyggilegan hátt,“ segir Jens Lippestad, formaður norska flugmannafélagsins í samtali við Epn.dk.

Auk launalækkana hyggst SAS skerða lífeyrisréttindi starfsfólks.

Undanfarna viku hafa stjórnendur SAS fundað með starfsfólki vegna niðurskurðarins og til stendur að niðurstöður þeirra viðræðna liggi fyrir í dag þannig að hægt verði að ganga endanlega frá niðurskurðaráætluninni.

Frétt Epn.dk

Þota SAS
Þota SAS www.flysas.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK