Enn ekkert samkomulag hjá SAS

AFP

Viðræður á milli flugfélagsins SAS og danskra flugliða hafa enn engan árangur borið. Aðilar sitja á fundum í höfuðstöðvum SAS við Kastrup-flugvöll í Kaupmannahöfn. Að sögn DR, danska ríkissjónvarpsins, er bæði rætt um laun og vinnutíma.

Rickard Gustafson, forstjóri SAS, hefur lagt á það áherslu að áframhaldandi starfsemi félagsins sé háð því að samkomulag náist við öll átta stéttarfélög flugliða og flugmanna sem starfa hjá SAS. 

DR greindi frá því skömmu eftir klukkan hálftólf að Fritz Schur, stjórnarformaður SAS, hefði bæst við í hóp fundarmanna og er það túlkað á þann hátt að samningar séu allt að því komnir í höfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK