Fjármagnshöftin verða áfram til 2015

Franek Rozwadowski sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi
Franek Rozwadowski sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi Ómar Óskarsson

Fjármagnshöftin verða áfram út árið 2015 vegna takmarkaðs árangurs við að draga úr stærð aflandskrónustabbans. Þrátt fyrir það gengur endurreisnin hérlendis nokkuð vel, en varað er við nokkrum áhættuþáttum eins og áframhaldandi hárri verðbólgu, töfum á uppbyggingu orkufreks iðnaðar, auknum fjárútgjöldum í aðdraganda kosninga og afnámi fjármagnshafta of snemma. Þetta kemur fram í skýrslu vegna annarrar úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu Íslands, eftir að áætlun sjóðsins og Íslands um endurreisn lauk.

Sjóðurinn segir að opinberar skuldir séu á niðurleið og að ríkisfjármálin séu í nokkuð góðum farvegi. Þó séu teikn á lofti um að þau geti aukist nokkuð á næstunni með það fyrir augum að kosningar séu á næstunni. Segir sjóðurinn að þó árangur hafi náðst á þessu sviði, þá sé enn nauðsynlegt að gæta aga í fjármálunum. Þá segir í skýrslunni að óöruggt sé að hækkun skatta, til dæmis virðisaukaskatts á gistiþjónustu, fái meirihlutafylgi á Alþingi með kosningar í nánd. Það sé því ekki víst að markmið ríkissjóðs náist um auknar tekjur.

Í skýrslunni er tiltekið að atvinnuleysi sé á niðurleið, en þó þurfi að huga að því að einn fimmti af því er langtímaatvinnuleysi og það sé vandamál sem þurfi að vinna að því að leysa.

Nokkur gagnrýni er sett fram á árangur aðgerða til að minnka snjóhengjuna af aflandskrónum. Leggur sjóðurinn til að stjórnvöld gefi út skýr skilaboð þess efnis að útgönguleið með aflandskrónur verði óhagstæðari með tíð og tíma og ýti þar með aflandskrónueigendum í ákveðinn farveg um að koma krónueign sinni yfir í annan gjaldeyri. Þetta sé nauðsynlegt til að tryggja afnám haftanna, sem sjóðurinn telur þó ekki líklegt að gerist fyrr en árið 2015.

Þegar þessi hvatning hefur verið kynnt telur sjóðurinn að aflandskrónueigendur muni í auknum mæli taka þátt í útboðum Seðlabankans, áður en einhverskonar skattur á aflandskrónur verður kynntur og í lokin afnám haftanna. Sjóðurinn varar þó við að framkvæmdin þurfi að vera vel úthugsuð, meðal annars með það fyrir augum að útgáfa evruskuldabréfa í stað aflandskróna sé til nægjanlega langs tíma svo álagið dreifist vel yfir tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK