Flugfreyjur samþykktu

Samningafundur stóð yfir í fundarherbergi á Kastrup flugvelli frá því …
Samningafundur stóð yfir í fundarherbergi á Kastrup flugvelli frá því í gær en honum er nýlokið. AFP

Danskar flugfreyjur og flugþjónar hafa náð samkomulagi við flugfélagið SAS. Það þýðir að stéttarfélögin hafa öll samþykkt áform flugfélagsins um niðurskurð en mikil spenna hefur ríkt um hvort flugfélagið myndi verða til áfram, að því er fram kemur á vef Politiken.

Allt útlit er fyrir því að SAS fá aðgang að auknu lánsfé hjá helstu lánardrottnum sínum og hjá stjórnvöldum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Samninganefndir flugliða í Danmörku og SAS hafa setið á fundum nánast sleitulaust frá því í gær. Til þess að leysa úr þráteflinu sem var komið upp tóku stjórnarformaður SAS, Fritz Schur og Bente Sorgenfrey, formaður FTF, að sér stjórn samningafundarins sem er nú lokið með samkomulagi.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK